Þriðjudagur , 21. ágúst 2018

Keppni í Útsvari lokið

Það var sannkallaður Vesturlandsslagur í Útsvari á síðasta föstudag. Þá mættust lið Akraness og lið Snæfellbæjar. Lið Akraness var skipað þaulvönu fólki þeim; Gerði Jóhönnu
Jóhannsdóttur, Vilborgu Þórunni Guðbjartsdóttur og Erni Arnarsyni.
En þau komust alla leið í úrslitaþáttinn síðasta vetur þar sem þau töpuðu þó fyrir liði Fjarðarbyggðjar. Lið Snæfellsbæjar var allt skipað nýju fólki sem aldrei hafði tekið þátt áður, þeim Antoni Jónasi Illugasyni, Einari Magnúsi Gunnlaugssyni og Sóleyju Jónsdóttir.
Keppnin var jöfn framan af en reynsuboltarnir höfðu betur að lokum og komst því lið Akraness áfram. þa/Jökull bæjarblað