Laugardagur , 22. september 2018

Kjörsókn í Stykkishólmi kl.18:25

Kjörsókn í Stykkishólmi hefur verið svipuð í ár og við síðustu sveitarstjórnarkosningar skv. upplýsingum frá kjörstjórn. Kl. 18.25 höfðu 522 kosningabærir íbúar greitt atkvæði á kjörstað í Setrinu. Það mun vera svipuð staða og á sama tíma við síðustu sveitarstjórnarkosningar árið 2014. Utankjörfundaratkvæði sem borist höfðu kjörstjórn voru um 130. Þannig eru um 652 atkvæði komin í hús af 833 sem eru á kjörskrá.  181 eiga eftir að kjósa en fyrstu tölur koma ekki fyrr en um miðnætti í kvöld.

Kosningaþátttaka hér í Stykkishólmi hefur ávallt verið góð en árið 2014 hafði hún dalað örlítið frá 2010 eða 87,39% en var 88,15% árið 2010. Á kjörskrá 2014 voru 826, 402 komur og 424 karlar nú árið 2018 eru 833 á kjörskrá, 406 konur og 427 karlar.

Starfsmenn á kjörstað frá vinstri: Eggert Halldórsson, Gunnlaugur Árnason og Kristín Víðisdóttir.