Komu í veg fyrir olíumengun

screen-shot-2016-12-22-at-14-58-41Loka þurfti veginum á milli Rifs og Ólafsvíkur um tíma á mánudaginn sl. vegna óhapps. Varð óhappið við afleggjarann í Neðra­ Rifi þegar vöruflutningabíll með aftanívagni tók að leka olíu. Láku um 100 lítrar af olíu úr tanki bílsins þegar tankurinn af aftanívagni bílsins losnaði og fór undir hjól hans. Við þetta kom gat á tankinn sem var hálfur af olíu. Á þessu svæði er mikið æðarvarp á sumrin og fjölbreytt fuglalíf.

Stoppa margir ferða­menn í nágrenninu til að mynda og skoða fugla. Var því allt tiltækt lið slökkviliðsins kallað út alls fjórtán menn og báðir bílar slökkviliðsins. Tókust aðgerðirnar mjög vel og fór engin olía út í tjörnina. Hreinsa þurfti svo olíubrákina af veginum áður en hægt var að hleypa umferð á að nýju en hreinsunarstarfið tók um það bil eina og hálfa klukku­stund.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli