Kvenfélagið gefur

Legudeild St. Fransiskuspítala barst góð gjöf í síðustu viku þegar Kvenfélagið Hringurinn gaf deildinni snjallsjónvarp af nýjustu gerð ásamt veggfestingu. Það var Svanhildur Jónsdóttir formaður kvenfélagsins sem afhenti Hrafnhildi Jónsdóttur deildarstjóra sjónvarpið sem brátt verður komið fyrir á endanlegum stað á deildinni. Vildi Hrafnhildur við þetta tækifæri koma á framfæri þökkum til Kvenfélagsins fyrir þessa höfðinglegu gjöf.