Kvenfélagið Hringurinn 111 ára

Kvenfélagið Hringurinn í Stykkishólmi fagnar 111 ára afmæli sínu 17. febrúar nk. Kvenfélagið er með þeim elstu á landinu og dafnar vel, þrátt fyrir háan aldur. Tæplega 40 konur eru nú í félaginu.  Helga Guðmundsdóttir er nýkjörinn formaður og segir starfið í góðum farvegi.  Opið hús verður í Freyjulundi á degi kvenfélagskonunnar sem haldinn er hátíðlegur víða um land 1. febrúar ár hvert.  Milli kl. 16 – 18 fimmtudaginn 1. febrúar verður þannig opið hús, boðið upp á molakaffi, starfsemi félagsins kynnt og gluggað í gömul og ný Húsfreyjurit.  Allir eru velkomnir.