L-listi Samstöðu í Grundarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018

 1. Hinrik Konráðsson, lögreglumaður og bæjarfulltrúi
 2. Sævör Þorvarðardóttir, fulltrúi á Kvíabryggju
 3. Garðar Svansson, fangavörður
 4. Berghildur Pálmadóttir, fangavörður og bæjarfulltrúi
 5. Vignir Smári Maríasson, bílstjóri og vélamaður
 6. Signý Gunnarsdóttir, athafnakona
 7. Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir, grunnskólakennari
 8. Loftur Árni Björgvinsson, framhaldsskólakennari
 9. Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir, forstöðumaður og stuðningsfulltrúi
 10. Sigurborg Knarran Ólafsdóttir, deildarstjóri
 11. Elsa Fanney Grétarsdóttir, rekstraraðili Kaffi Emil og eigandi Gueasthouse María
 12. Helena María Jónsdóttir Stolzenwald, starfsmaður Lyfju og á Þjónustustofunni
 13. Inga Gyða Bragadóttir, húsmóðir
 14. Sólrún Guðjónsdóttir, aðstoðarskólameistari og kennari

Í fréttatilkynningu sem barst frá L-listanum kemur fram að málefnafundir hefjist í næstu viku og verða þeir haldnir á kosningaskrifstofu í Kommakoti, nánari dagskrá kemur síðar. Listinn hlakkar til komandi kosninga og bendir á að hægt sé að finna hann á Facebook undir nafninu Samstaða – L listi fólksins Grundarfjarðarbæ.