Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Leikskólinn í heimsókn

Á hverjum vetri koma skólahópar leikskólanna í Snæfellsbæ í heimsókn í 1. bekk skólans til að kynnast skólanum og því sem þar fer fram. Er þetta hluti af samstarfi skólans og leikskólanna sem nefnist „Brúum bilið“. Skólahópur leikskólans fór í heimsókn í skólann á síðasta föstudag og voru í heimsókn í tvær kennslustundir. Var hópnum skipt upp og unnið á nokkrum stöðvum ýmis verkefni. Nutu börnin heimsóknarinnar og verður hún vonandi til þess að þau eiga auðveldara með að byrja í skóla næsta haust.
þa/Bæjarblaðið Jökull