Líf og fjör í réttum

Réttað var á þremur stöðum í Snæfellsbæ um síðustu helgi en þá var réttað í Ólafsvíkurrétt, Þæfusteinsrétt og Hellnarétt í Breiðuvík. Mikið líf og fjör var að venju í réttunum enda lék veðrið bæði við menn og dýr. Sú hefð hefur skapast í Ólafsvíkurrétt og Þæfusteinsrétt að gestum sem og gangnafólki er boðið upp á veitingar. Hefur þetta mælst vel fyrir og gerir réttadaginn enn skemmtilegri, er þetta frábært framtak hjá þeim sem að þessu standa.
Smölun gekk vel og voru menn og fé komnir niður af fjalli um hádegisbilið. Nú um næstu helgi verður svo réttað í Ölkeldurétt, Bláfeldarrétt og Grafarrétt og verður veður vonandi gott til smölunar þá sem og um síðustu helgi.
Hilmar Snorrason tók myndina í Þæfusteinsrétt.
þa/Bæjarblaðið Jökull