Lifandi jólatré, liðin tíð?

Hér í Stykkishólmi sem og annarsstaðar hefur það tíðkast um árabil að bæjarbúar og aðrir áhugasamir hafa farið í skógrækt hér á svæðinu til að sækja sér jólatré á aðventunni. Nú lítur út fyrir að ekkert verði úr því í ár. Royal Rangers sáu um verkefnið í fyrra í landi Drápuhlíðarfjalls (Vatnsdalssvæðið) sem þá var í eigu Helgafellssveitar. Það land hefur nú verið selt og hafa skátarnir ekki fengið beiðni um að sjá um jólatréssölu þar. Þegar leitað var upplýsinga hjá Skógræktarfélagi Stykkishólms, sem fagnar einmitt 70 ára afmæli í ár, fengust þær upplýsingar að samningur um svæðið Tíðás fyrir botni Mjóafjarðar (Vogsbotns) hafi runnið út og ekki hafi verið í boði að halda þar áfram. Á Vatnsdalssvæðinu (þar sem skátarnir voru í fyrra) skilaði Stykkishólmsbær landinu til Helgafellssveitar sem síðan seldi það. Þessi svæði voru þau svæði sem tilbúin voru til grisjunar að mati Skógræktarfélagsins. Þannig að ekki stendur til hjá Skógræktarfélaginu frekar en Skátunum að selja lifandi jólatré í ár.

 

am