Lífeyrisskuldbindingar Stykkishólmsbæjar

Við sögðum frá því í síðasta tölublaði Stykkishólms-Póstsins að í þessari viku myndi liggja fyrir upphæð sú sem Stykkishólmsbær þarf að greiða til Brúar lífeyrissjóðs.  Bæjarstjórn fundaði í dag og eru tölurnar þessar:

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkir hér með að greiða kr. 176.671.823.- vegna breytinga á A-deild Brúar, sem skiptast þannig:
– kr. 124.976.175.- sem framlag í lífeyrisaukasjóð A-deildar Brúar
– kr. 13.445.311.- sem framlag í varúðarsjóð A-deildar Brúar
– kr. 38.250.337.- sem framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar
Framlögin eru komin til vegna uppgjörs skuldbindinga sveitarfélaga og stofnana þeirra sem myndast hjá A-deild Brúar. Er bæjarstjóra jafnframt falið að undirrita samkomulag við Brú vegna þessa uppgjörs á lífeyrisskuldbindingum A-deildar Brúar.
Verður greiðslan fjármögnuð með láni frá Lánasjóði sveitarfélaga.

Auk þessa var bæjarstjóra heimiliað að ganga frá uppgjöri vegna skuldbindinga Stykkishólmsbæjar gagnvart lífeyrisréttindum starfsmanna Héraðsnefndar Snæfellinga kr. 829.655

am