Lífleg dagskrá í Frystiklefanum í sumar

FrystiklefinnFrystiklefinn á Rifi hefur heldur betur stimplað sig inn í menningarflóru landsins með metnaðarfullu starfi síðustu ár. Í sumar verður bætt um betur og fjölbreytt dagskrá í boði fyrir gesti og gangandi sem og alla Snæfellinga með minnst 10 viðburðum í viku. Leiklistin skapar e.t.v. stærstan sess í dagskránni en tónlistin kemur þar strax á eftir. 2 sögutengdar leiksýningar verða með fasta sýningardaga í sumar, Hetja, einleikur Kára Viðarssonar og Saga Guðríðar eftir Steinunni Jóhannsdóttur sem Þórunn Erna Clausen leikur- báðar sýningarnar verða á ensku. Margt verður um að vera í tónlistardagskránni en reggí sveitin Amabadama verður á Jónsmessunni í Frystiklefanum og fjölmargir gestaviðburðir verða á döfinni, námskeið í dansi og leiklist og svo mætti áfram telja. Nánar um sumardagskrána í Frystiklefanum er að finna á frystiklefinn.is