Lionsmenn gefa leikskólanum í tilefni afmælisins

Fulltrúar Lionsklúbbs Stykkishólms þeir Ríkharður Hrafnkelsson formaður og Þorsteinn Kúld Björnsson komu færandi hendi í leikskólann á dögunum með gjafabréf upp á kr. 250.000,- til kaupa á tækjum og tólum fyrir nemendur leikskólans, í tilefni 60 ára afmælis leikskólans á síðasta ári. ,,Er það von Lionsfélaga að þessi gjöf komi til með að styrkja og efla starfssemi skólans og bæta aðstöðuna fyrir nemendur og kennara“ eins og fram kemur í gjafabréfinu. Nemendur og kennarar leikskólans þakka Lionsklúbbi Stykkishólms kærlega fyrir höfðinglega gjöf og munu nú leggjast yfir það að ákveða hvernig henni verður best varið.