Litlu jólin á Jaðri

screen-shot-2016-12-22-at-14-53-18Starfsmenn og heimilisfólk á Dvalar­- og hjúkrunarheimilinu Jaðri gerðu sér dagamun á aðventunni. Áttu þau saman notalega jólastund á litlu jólunum sínum. Fengu þau góða gesti en nokkrir fullorðnir nem­endur Tónlistarskóla Snæfells­bæjar komu ásamt kennurum sínum og fluttu nokkur jólalög. Það voru þau Steinunn Stefáns­dóttir, Sóley Jónsdóttir og Þor­steinn Jakobsson ásamt þeim Aðalheiði Nönnu Þórðardóttur og Valentinu Kay.

Heimilismenn og starfsfólk skiptust auðvitað á jólagjöfum og gæddu sér á heitu súkkulaði og bakkelsi sem starfsfólkið bauð upp á. Óttar Sveinbjörnsson kaupmaður í Blómsturvöllum kom með barnabörnum sínum og færði öllu heimilisfólki jólagjafir en það hefur hann og fjölskylda hans gert um árabil. Var stundin hin skemmtilegasta fyrir alla og kom öllum í jólaskap.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli