Ljós tendruð á trjánum í Snæfellsbæ

Kveikt var á jólatrjánum í Snæfellsbæ á fyrsta sunnudegi í aðventu. Að venju var vegleg dagskrá. Það var Karítas Lily Kristinsdóttir sem kveikti á trénu á Hellissandi og Eiríkur Elías Einarsson sem kveikti á því í Ólafsvík. Skólakór Snæfellsbæjar kom og söng nokkur lög fyrir viðstadda. Gengið var í kringum jólatréið og voru það þau Trausti Leó og Kristbjörg Ásta sem spiluðu og sungu á meðan. Eins og allir vita eru jólasveinarnir frekar óþekkir og nokkrir þeirra stálust í heimsókn úr fjöllunum með góðgæti handa börnunum og vöktu þeir mikla lukku. Ánægjulegt var hversu margir komu og tóku þátt og nutu dagsins. Á Hellissandi voru kvenfélagskonur með opið í Röstinni þar sem þær seldu veitingar sem margir gæddu sér á. Í Ólafsvík var Pakkhúsið opið og þar komu einnig margir við.
Birtist í bæjarblaðinu Jökli/þa