Lokahátíð upplestrarkeppni


Stóra upplestrarkeppnin á Snæfellsnesi var haldin í Ólafsvíkurkirkju 10. apríl síðastliðinn. Að þessu sinni var það Grunnskóli Snæfellsbæjar ásamt Félagsog skólaþjónustunni sem héldu utan um skipulag og framkvæmd hennar og heppnaðist hún mjög vel. Þau Hjörtur Sigurðarson og Anja Huld Jóhannsdóttir flutti tónlistaratriði og boðið var upp á veitingar að keppni lokinni. Allir krakkarnir sem tóku þátt stóðu sig mjög vel, voru skýrmæltir og áheyrilegir. Í fyrsta sæti í ár var Sylvía Dís Scheving frá Grunnskóla Snæfellsbæjar, í öðru sæti var Ingiberður Sól Hjartardóttir frá Grunnskóla Stykkishólms og í þriðja sæti var Kolbrún Líf Jónsdóttir frá Grunnskóla Grundarfjarðar.
þa