Matur er mannsins megin

Pop-Up verzlun var opnuð á Narfeyrarstofu s.l. laugardag. Það er nokkurskonar skyndiverslun sem ber þetta heiti og tíðkast víða um heim að setja upp svona Pop-Up á hinum óvenjulegustu stöðum og selja óvenjulega vöru part úr degi. Fjölmargir gestir komu og keyptu eitt og annað ætilegt.  Matarframboð úr héraði er með mesta móti um þessar mundir því bæði verður Pop-Up verslun tvisvar á Narfeyrarstofu þessa vikuna, Stykkishólmz-Bitterinn verður á sunndag í Nýræktinni og matarmarkaður verður á Ræktunarstöðinni á Lágafelli í Eyja- og Miklaholtshreppi bæði á laugardag og sunnudag.  Enginn ætti því að þurfa að svelta fyrir þessi jól!