Þriðjudagur , 21. ágúst 2018

Mikil fjölgun á tjaldstæðum

Íbúar Snæfellsbæjar hafa ekki farið varhluta af auknumferðamannastraumi til landsins
frekar en aðrir landsmenn.Mikil aukning var á fjölda gesta á tjaldstæðunum í Snæfellsbæ á milli ára en Snæfellsbær rekur tjaldstæðið í Ólafsvík og á Hellissandi. Í maí árið 2016 komu 380 gestir en í ár voru þeir 1145. Í júní árið 2016 komu 2396 gestir en á sama tíma í ár voru þeir 3946. Í júlí komu 6200 gestir en í fyrra voru þeir 5800. Þegar þessar tölur eru teknar saman má sjá að fjöldi gesta hefur aukist mikið en á þessu þriggja mánaða
tímabili í fyrra komu 8576 gestir en í ár komu 11.291 gestur og aukningin á milli ára því þó nokkur. Sömu sögu er þó ekki að segja um aukningu sundlaugargesta í Snæfellsbæ en í Snæfellsbæ eru tvær sundlaugar, á Lýsuhóli og í Ólafsvík. Sundlaugargestir á Lýsuhóli voru 9336 tímabilið júní, júlí og ágúst árið 2016 en 9841 sama tímabil í ár, fjölgaði því gestum um 505 á milli ára. Í sundlaugina í Ólafsvík komu 8775 í júní, júlí og ágúst á þessu ári en á sama tímabili í fyrra voru þeir 8973 og eru þeir því aðeins færri þetta árið eða sem nemur 198. Samt sem áður hefur aðsókn í sundlaugina í Ólafsvík verið betri fyrri hluta árs en í fyrra þó sumarið hafi ekki verið eins gott að sögn Sigrúnar Ólafsdóttur Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Snæfellsbæjar. þa/Jökull bæjarblað