Nýverið sendu Samtök náttúrustofa (SNS) opið bréf til allra framboða um mikilvægi náttúrurannsókna og framkvæmd þeirra með náttúrustofunum.  Vakin er athygli frambjóðenda á því hve fjárframlög til náttúrustofanna hafa rýrnað á síðastliðnum árum og þykir samtökunum ekki ásættanlegt að á sama tíma og fjárframlög ríkisins til náttúrustofa á landsbyggðinni hefur rýrnað um þriðjung hefur framlag ríkisins til Náttúrufræðistofnunar tvöfaldast.  Sömu lög gilda um þessar stofnanir og fagna náttúrufræðistofurnar auknu framlagi til náttúrurannsókna með fyrrgreindum athugasemdum.  Rýrnun fjárframlagsins hefur leitt til flutnings starfa frá landsbyggðinni og jafngildir rýrnunin 7 stöðugildum. Ljóst má vera að vegið hefur verið alvarlega að tilvist náttúrustofa með undangengnum niðurskurði og við svo búið má ekki una ef stofurnar eiga að starfa áfram og eflast.

Mikilvægi náttúrurannsókna

Nýverið sendu Samtök náttúrustofa (SNS) opið bréf til allra framboða um mikilvægi náttúrurannsókna og framkvæmd þeirra með náttúrustofunum.  Vakin er athygli frambjóðenda á því hve fjárframlög til náttúrustofanna hafa rýrnað á síðastliðnum árum og þykir samtökunum ekki ásættanlegt að á sama tíma og fjárframlög ríkisins til náttúrustofa á landsbyggðinni hefur rýrnað um þriðjung hefur framlag ríkisins til Náttúrufræðistofnunar tvöfaldast.  Sömu lög gilda um þessar stofnanir og fagna náttúrufræðistofurnar auknu framlagi til náttúrurannsókna með fyrrgreindum athugasemdum.  Rýrnun fjárframlagsins hefur leitt til flutnings starfa frá landsbyggðinni og jafngildir rýrnunin 7 stöðugildum. Ljóst má vera að vegið hefur verið alvarlega að tilvist náttúrustofa með undangengnum niðurskurði og við svo búið má ekki una ef stofurnar eiga að starfa áfram og eflast.

Nýverið sendu Samtök náttúrustofa (SNS) opið bréf til allra framboða um mikilvægi náttúrurannsókna og framkvæmd þeirra með náttúrustofunum.  Vakin er athygli frambjóðenda á því hve fjárframlög til náttúrustofanna hafa rýrnað á síðastliðnum árum og þykir samtökunum ekki ásættanlegt að á sama tíma og fjárframlög ríkisins til náttúrustofa á landsbyggðinni hefur rýrnað um þriðjung hefur framlag ríkisins til Náttúrufræðistofnunar tvöfaldast.  Sömu lög gilda um þessar stofnanir og fagna náttúrufræðistofurnar auknu framlagi til náttúrurannsókna með fyrrgreindum athugasemdum.  Rýrnun fjárframlagsins hefur leitt til flutnings starfa frá landsbyggðinni og jafngildir rýrnunin 7 stöðugildum. Ljóst má vera að vegið hefur verið alvarlega að tilvist náttúrustofa með undangengnum niðurskurði og við svo búið má ekki una ef stofurnar eiga að starfa áfram og eflast.

Á undanförnum áratugum hafa náttúrurannsóknir aukist í kjölfar meiri krafna um upplýsingar. Þrátt fyrir það er enn þörf á stórauknum rannsóknum og vöktun náttúrunnar til að ástandið verði ásættanlegt, m.a. þegar litið er til náttúruverndaráætlunar og skuldbindinga vegna alþjóðasamninga á sviði náttúruverndar. Framundan er endurskoðun á uppbyggingu stofnana á sviði náttúrurannsókna og náttúruverndar annars vegar og vöktunarkerfi íslenskrar náttúru hins vegar. Að mati SNS opnast þar með tækifæri til að skapa náttúrustofum sterka stöðu í báðum verkefnunum. Stjórnendur náttúrustofanna sjá fyrir sér að stofnanir sem starfa á landsvísu, t.d. Náttúrufræðistofnun Íslands, Veiðimálastofnun og Hafrannsóknastofnun, verði kjölfestuaðilar í varðveislu gagna úr vöktunarrannsóknum, en að náttúrustofurnar verði lykilaðilar við framkvæmd þessara verkefna í héraði. Brýnt er að stórbæta vöktun íslenskrar náttúru, t.d. fuglastofna, land- og sjávarspendýra og vatna- og smádýralífs. Náttúrustofurnar hafa alla burði til að styrkja framkvæmd og skipulagningu þessara verkefna og sjá alfarið um ákveðna verkefnaflokka sé þess óskað.  

Bréfið í heild sinni