Miðvikudagur , 21. nóvember 2018

Minningarsteinn um Guðrúnu

minningarsteinn_goHleðslumennirnir Guðjón Kristinsson og Gunnar Óli Guðjónsson hafa undarfarna daga verið að störfum á Helgafelli. Eru hinir myndarlegustu steinveggir risnir og minningarsteinn um Guðrúnu Ósvífursdóttur hefur verið komið fyrir við upphaf gönguleiðarinnar á Helgafell. Fljótlega munu fræðslu og leiðbeiningarskilti koma til viðbótar og hefur þá fyrsta áfanga verið lokið og þar með stórbætt aðstaða fyrir heimamenn og gesti. Nú hefur rútuumferð verið bönnuð frá steinhleðslum niður að kirkjunni en oft hefur legið við slysi, þar sem umferð um svæðið hefur aukist gríðarlega mikið. Meðfylgjandi mynd tók Gunnar Óli Guðjónsson af minningarsteininum um Guðrúnu.
sp@anok.is