Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Nóg að gera í GSS

Það er nóg um að vera hjá grunnskólabörnum í grunn-skólanum í Stykkishólmi þessa síðustu daga fyrir páskafrí eins og líklega í öðrum skólum. Í gær miðvikudag voru nokkrir hressir nemendur að taka þátt í Skólahreysti, en hópurinn stóð sig mjög vel í fyrra og komst þá í úrslit. Nemendur hafa einnig verið að föndra páskaskraut eins og meðfylgjandi mynd ber með sér en hún sýnir afrakstur nemenda í 3ja bekk. Fyrilestur var haldinn um líkamsmynd og sjálfsmynd fyrir nemendur, kennara og foreldra á miðvikudegi. Á föstudag fer svo hópur nemenda á unglingastigi á hátíð Samfés, samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, í Laugardalshöll. Síðustu helgi fóru nemendur í valfaginu Stíll og fylgdust með Stílkeppnninni í Reykjavík.