Nóg að gera hjá björgunarsveitum

Enn ein djúp lægð gekk yfir landið um síðustu helgi með tilheyrandi látum í veðrinu og var ekkert ferðaveður þegar veðrið var sem verst. Verulega bætti í snjó og höfðu mokstursaðilar nóg að.
Mikill snjór var einnig í Búlandshöfða, það auðveldaði ekki moksturinn hjá verktökum Vegagerðarinnar að bílar voru fastir á hinum ýmsu stöðum og voru það mest erlendir ferðamenn. Björgunarsveitin Lífsbjörg hafi líka nóg að gera hún fékk útkall um að aðstoða einn bíl með erlendum ferðamönnum en þeir voru fastir nálægt bænum Öxl í Breiðuvík þegar á staðinn var komið voru þeir orðnir tveir. Héldu björgunarsveitarmenn að þetta yrði tiltölulega stutt útkall en raunin varð önnur. Var fólkinu safnað saman í björgunarsveitarbílinn og farið með þá á Lýsuhól. Þar var vel tekið á móti björgunarsveitarmönnum með samlokum og rjómabollum. Frá Lýsuhóli var haldið áleiðis að Vatnaleið þar sem þeir keyrði fram á bíl sem var fastur við brúna yfir Köldukvísl var bílinn skilinn eftir og fólkinu komið í skjól í Langaholti.
Aftur var haldið af stað í átt að Vatnaleiðinni stuttu eftir að þeir voru búnir að beygja upp á Vatnaleið keyrðu þeir fram á eldri hjón, erlenda ferðamenn sem þeir tóku upp í bílinn hjá sér og komu bíl þeirra fyrir á öruggum stað. Fólkinu komu þeir svo fyrir í Grundarfirði. Á leið sinni yfir Vatnaleiðina var enn einn bíllinn sem þurfti aðstoð. Það var snjómokstursbíll sem var þversum á veginum. Þar voru félagar úr Björgunarsveitunum Berserkjum í Stykkishólmi og Klakk í Grundarfirði. Aðstoðuðu þeir við að moka bílinn lausann en hann var svo dreginn réttur á veginn.
Útkallið sem átti að vera stutt endaði því í 9 tíma útkalli og þurfti á köflum að ganga meðfram björgunarsveitarbílnum því það var svo blint og töldu félagar í Björgunarsveitinni Lífsbjörgu að þeir hafi gengið um það bil 5 kílómetra með bílnum.
þa