Nýr altarisgluggi Stykkishólmskirkju

Sóknarnefnd Stykkishólmskirkju sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem greint er frá framkvæmdum við kirkjuna næstu vikurnar.

Stykkishólmi 24.09.2018
Framkvæmdir við kirkjuna okkar.
Komið þið sæl og blessuð.
Framundan eru miklar framkvæmdir á kórglugga kirkjunnar.  Núna seinni partinn í þessari viku verða reistir stillansar af Þ.B. Borg í kringum kórgluggann að utanverðu og svo settir upp stillansar inn við altari kirkjunnar.  Fyrstu vikuna í október koma svo verktakar með nýjan álglugga og skipta þeim gamla út sem var algjörlega orðinn ónýtur og varð til þess að ekki var hægt að klára lagfæringar á þakinu síðasta sumar.  Það eru menn frá Gluggum ehf.,  á Akureyri sem sjá um þetta verk og svo koma þeir frá Fagþaki ehf., aftur til að klára síðasta partinn af þakinu og í kringum gluggann.
Ekki þarf að tíunda að þetta eru kostnaðarsöm verk og verk sem ekki er hægt að fara í nema til að klára, höfum við notið velvilja t.d. greiðastaða á svæðinu og annara fyrirtækja á ýmsan máta.
Verkinu hefur seinkað nokkuð þar sem gluggasmíðin tafðist en nú er allt að verða klárt
Við vonum að verkið gangi hratt og vel fyrir sig og kirkjan verði orðin stillansalaus áður en langt um líður og við getum farið að koma öllu í samt lag og hefja vetrarstarfið á fullu.
Bestu kveðjur.
Sóknarnefnd Stykkishólmskirkju.