Nýr formaður HSH

Fyrir nokkru tók nýr formaður við í Héraðssambandi Snæfellsnes og Hnappadalssýslu en félagið hafði þá verið formannslaust síðustu þrjú ár.
Við formennsku tók Hjörleifur K. Hjörleifsson, formaður aðalstjórnar Ungmennafélagsins Snæfells í Stykkishólmi. Ekki er þó gert ráð fyrir að hann sitji lengi. Jafnvel ekki nema fram að sambandsþingi sem boðað hefur verið þann 11. desember en stjórnin taldi mikilvægt að hafa formann yfir félaginu. Hjörleifur hefur unnið mikið að félagsmálum á svæði HSH og verið formaður UMFSnæfells frá 1999 og um tíma í stjórn HSH. Um svipað leyti tók Laufey Helga Árnadóttir við stöðu framkvæmdastjóra HSH. Tók hún við stöðunni af Garðari Svanssyni. Ætla þau Hjörleifur og Laufey Helga að gera átak í því að fá fleiri til starfa, mun það vonandi ganga vel en oft er erfitt að fá fólk til að vinna að félagsmálum í sjálfboðavinnu.
Nánari fréttir af HSH munu berast í kjölfar þingsins í desember.

am