Þriðjudagur , 19. febrúar 2019

Nýr tómstunda- og æskulýðsfulltrúi ráðinn

Í dag, miðvikudag var haldinn auka bæjarráðsfundur með eitt mál á dagskrá, sem var að fara yfir og afgreiða umsóknir um starf íþrótta- og tómstundafulltrúa Stykkishólmsbæjar. Sjö umsóknir bárust og voru fjórir aðilar boðaðir í viðtal. Bæjarstjóri sagði sig frá málinu vegna vanhæfis sökum fjölskyldutengsla og fór málið til Þórs Jónssonar bæjarritara og Ríkharðs Hrafnkelssonar launa- og bókhaldsfulltrúa Stykkishólmsbæjar til afgreiðslu.

Umsækjendur voru:

Heimir Jóhannsson, Guðbjörg Halldórsdóttir, Ingimar Oddsson, Helga Sjöfn Ólafsdóttir, Rúnar Birgisson, Hrefna Guðmundsdóttir og Magnús Ingi Bæringsson.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að ráða Magnús Inga Bæringsson sem tómstunda- og æskulýðsfulltrúa Stykkishólmsbæjar.