Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Nýtt íslenskt verk í Frystiklefanum: Genesis

Sunnudaginn 31.júlí verður frumsýning á nýju íslensku verki í Frystiklefanum á Rifi. Verkið heitir Genesis og er eftir Völu Kristínu Eiríksdóttur og Kára Viðarsson og leikur Vala í leikstjórn Kára.
Genesis er einnar konu gamanleikur byggður á sköpurnarsögu Biblíunnar. Trúðurinn Aðalheiður leiðir áhorfendur í gegnum sköpunarsöguna eins og hún skilur hana og skáldar í eyðurnar.
Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona nam leiklist við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist vorið 2015. Síðan þá hefur hún starfað í Borgarleikhúsinu við sýningarnar At, Njálu og Mamma Mia. Hún er meðhöfundur og leikkona sketsaþáttanna Þær Tvær í framleiðslu Stöð Tvö sem sendir frá sér 2.seríu í ágúst 2016.
Kári Viðarson leikari og leikstjóri nam leiklist við Rose Bruford Collage í London og útskrifaðist þaðan vorið 2009. Síðan þá hefur hann stofnað leikhús og hostel í Frystiklefanum í Rifi þar sem hann hefur komið að öllum sýningum sem þar eru settar upp.

Genesis er sýnd í Frystiklefanum í Rifi, Snæfellsnesi kl. 20 eftirfarandi daga:

31.júlí – Frumsýning
7. ágúst
10. ágúst
14. ágúst
17. ágúst
21. ágúst

Miðar á thefreezerhostel.com