Ofur rólegur ferðamaður

Það var greinilega fátt sem hefði raskað ró ferðamannsins sem svaf í tjaldinu á myndinni en hann hafði komið sér fyrir rétt fyrir utan þjóðveginn á leiðinni frá Grundarfirði til Ólafsvíkur. Hann bærði ekki á sér þegar unnið var að því að koma smábíl upp á þjóðveginn sem farið hafði út af rétt við hlið tjaldsins. Miklar tilfæringar með tilheyrandi hávaða þurfti til að koma bílnum upp á þjóðveg en hann hafði farið langt út af og endað ofan í lítilli vík sem þarna er og rétt sást í hann frá veginum. Það er spurning hvort það var ferðaþreyta eða hreint íslenskt sveitaloft sem varð til þess að tjaldbúinn svaf allt af sér.

þa/Bæjarblaðið Jökull