Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Okkar Stykkishólmur kynnir framboðslista

Okkar Stykkishólmur kynnti síðastliðið mánudagskvöld fram-boðslista sinn á vel sóttum opnum fundi í Skúrnum.

Okkar Stykkishólmur leggur m.a. áherslu á að mikilvægar ákvarðanir verði teknar með samstarfi allra bæjarfulltrúa í stað meirihlutaræðis. Í samræmi við það leggur listinn til að auglýst verði eftir bæjarstjóra að kosningum loknum.

Okkar Stykkishólmur hyggst bjóða fram undir listabókstafnum O.

1.Haukur Garðarsson (45), skrifstofustjóri hjá Rarik

2.Erla Friðriksdóttir (49), eigandi og framkvæmdastjóri Íslensks æðardúns

3.Theódóra Matthíasdóttir (38), ritari Breiðafjarðarnefndar og frumkvöðull

4.Árni Ásgeirsson (32), náttúrufræðingur á Háskólasetri og yngri flokka þjálfari

5.Heiðrún Höskuldsdóttir (48), læknaritari og verslunareigandi

6.G. Björgvin Sigurbjörnsson (34), aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar

7.Hjalti Viðarsson (40), dýralæknir

8.Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir (38), kennari í Grunnskólanum í Stykkishólmi

9.Rósa Kristín Indriðadóttir (28), leikskólaleiðbeinandi og veitingahússeigandi

10.Jón Jakobsson (56), sjómaður og æðarbóndi

11.Kristín Rós Jóhannesdóttir (35), kennari í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

12.Björgvin Guðmundsson (67), starfsmaður Fiskistofu

13.Ísól Lilja Róbertsdóttir (18), listakona og framhaldsskólanemi

14.Jósep Ó. Blöndal (70), læknir