Öldrunarþjónustan í Stykkishólmi

Eins og greint var frá í síðasta Stykkishólms-Pósti þá hefur verið gert ráð fyrir fjármagni í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fjölgunar hjúkrunarrýma í öldrunarþjónustu á landsbyggðinni. Þar inni eru 18 rými á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi.
Bæjarstjóri hefur óskað eftir fundi í framhaldi þessarar tilkynningar frá Velferðarráðuneytinu með forstjóra HVE. Að þeim fundi loknum verður fundað með Framkvæmdasýslu ríkisins og Ríkiseignum til þess að tryggja að næstu skref verði örugglega stigin í samræmi við áætlun um Öldrunarþjónustu í Stykkishólmi – hjúkrunarrými í St.Franciskusspítala sem var undirrituð í nóvember 2016.

Fjárveiting liggur fyrir og bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur gert ráð fyrir að leggja til fjármuni til verksins sem nemur 15% af kostnaði við endurgerð hjúkrunardeildarinnar, eins og kemur fram í bréfi bæjarstjóra til forstjóra HVE.

am/frettir@snaefellingar.is