Öryggið á götunum

Aðlfundur foreldrafélags Leikskólans var haldinn 17. október síðastliðinn og komu þar fram miklar áhyggjur foreldra og stjórnar foreldrafélagsins varðandi umferðaröryggismál í Stykkishólmi og Anna Margrét Pálsdóttir gerði einmitt að umfjöllunarefni í grein í síðasta Stykkishólms-Pósti.
Foreldrafélagið hefur nú komið áhyggjunum á framfæri við bæjarstjóra sem taka mun málið upp á næsta fundi bæjarstjórnar ásamt því að senda það áfram til Vegagerðarinnar.
Helst var rætt, á fundinum, um að öryggi á eftirfarandi götum væri ábótavant:
Aðalgata; Gangbraut við leikskóla. Mikill hraðaakstur er á þessari götu og upplifir fólk að gangandi vegfarendur sem um gangbraut ganga séu ekki nógu öruggir.
Búðarnesvegur; Aðkoma og bílastæði við Leikskóla.
Tjarnarás og Silfurgata; Mikill hraðaakstur. Ýmsar tillögur til úrbóta eru tilgreinar í bréfi foreldrafélagsins eins og blikkljós, gerð gangbrauta ofl.

 

am