Öskudagur í óveðri

Það var kátt á hjalla í Leikskólanum í Stykkishólmi í dag, Öskudag. Krakkarnir skörtuðu þar sínum eigin búningum sem þau hafa unnið hörðum höndum að síðastliðnar vikur. Á meðfylgjandi mynd sem Elísabet Björgvinsdóttir tók má sjá hversu litríkir búningarnir eru. Mikið fjör var um morguninn þegar balli var slegið upp í salnum og hver og einn dansaði með sínu nefi.
Árviss öskudagsganga sem foreldrafélag Grunnskólans hefur staðið að í árafjöld var felld niður þegar veður fór að versna en samvera í íþróttahúsinu var venju samkvæmt þar sem krakkar á öllum aldri spreyttu sig í þrautabrautum um allan sal.