Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Páskaleikir

Hversu mörg egg?

Leikmunir: Stór krukka full af smáum páskaeggjum, litlir miðar til að skrifa á og blýantar.

Leikreglur: Allir krakkar fá miða og skrifa á hann nafnið sitt og hvað þau halda að það séu mörg egg í krukkunni. Sá sem giskar á réttan fjölda eða kemst næst honum, fær að eiga eggin.

20 páskaspurningar

Leikreglur: Sá sem “er’ann” byrjar á því að hugsa um einhvern hlut eða atburð sem tengist páskunum, og segir síðan “Ég er að hugsa um manneskju/atburð/hlut.” Hinir reyna að giska á hvern/hvað hann er að hugsa um með því að spyrja hann spurninga sem hann má svara “já”, “nei” eða “ég veit það ekki”. Saman mega allir spyrja alls 20 spurninga. Sá sem giskar rétt fær að “ver’ann”.

Páskaeggjaleit

Þennan leik þarf að undirbúa fyrirfram.

Leikmunir: Yfir hundrað egg klippt út úr föndurpappa.

Leikreglur: Einn “er’ann” og hann felur öll eggin á víð og dreif um stofuna eða eitt herbergi. Hinir eiga síðan að reyna að finna eins mörg egg og þeir geta. Hvort sem krakkar eru í liðum eða hver fyrir sig, fara allir að borði og telja hversu mörg egg þau fundu.

Sá/þau sem fundu flest vinna – og fá kannski góð verðlaun?

Páskaorðarugl

Leikmunir: Litlir miðar, poki.

Leikreglur: Veljið eitt páskaorð. Skrifið stafina sem mynda orðið hvern á einn lítinn miða, tvisvar. Setjið hvert orð í sinn hvern pokann og réttið hvort sínu liðinu. Það lið sem fyrst getur raðað saman stöfunum og myndað orðið vinnur.

Páskaunginn kvakar

Leikreglur: Einn leikmaður er páskaunginn. Hann skipar hinum fyrir, eins og t.d: “Páskaunginn kvakar: allir að hoppa á öðrum fæti”. Þá hoppa allir hinir á öðrum fæti, og mega ekki stoppa fyrr en páskaunginn segir “Páskaunginn kvakar: stopp!” Ef páskaunginn segir bara “stopp” er sá krakki úr sem stoppaði. Páskaunginn verður alltaf að segja “Páskaunginn kvakar…” til þess að skipunin sé gild.

Svo finnur páskaunginn upp á ýmsu skemmtilegu fyrir hina að gera, eins og að ganga aftur á bak, ganga hænuskrif, snúa sér í hringi og leikurinn er búinn þegar allir eru úr.

Ýmislegt má finna sér að gera um páska og er urmull hugmynda á netinu um mat, föndur, bakstur, leiki, bíómyndir og allskonar.

Nokkrir tenglar hér:

https://www.countryliving.com/diy-crafts/how-to/g524/easter-fun-stuff-0406/

https://tonmennt.com/index.php?option=com_content&view=category&id=31&layout=blog&Itemid=46

http://snaefellingar.is/adsent/gestapennar/hvad-ad-horfa-um-jolin/

http://snaefellingar.is/snaefellsnes/stykkisholmur-2/hvad-a-ad-horfa-a-um-jolin/

https://kahoot.it/