Reiðhallarfréttir

Hesteigendafélag Stykkishólms, HEFST, gekkst fyrir nokkru fyrir fjöröflunarkvöldi með bjúgnaveislu á Hótel Fransiskus. Vel var mætt á kvöldið og hafði skemmtinefnd safnað vinningum fyrir happdrætti sem efnt var til vegna þessa. Samtals safnaðist 333.000 kr. á fjáröflunarkvöldinu en auk þess safnaðist í skiltaauglýsingar 400.000 kr. Samtals 733.000 kr. Þá hafa hestamenn greitt upp framkvæmdina við reiðhöllina og huga að næstu skrefum.
Framkvæmdin kostaði rúmar 24 milljónir í heildina og styrkti Stykkishólmsbær fram-kvæmdina um 12 milljónir og Hestamannafélagið Snæfellingur um 4 milljónir. Svo það má vel hrósa hestamönnum fyrir dugnaðinn við að fjármagna þetta stóra verkefni.