Rúta festi sig í Höfðanum

52 manna rúta frá Hópbílum festi sig í Búlandshöfða á síðasta föstudag. Atvikið átti sér stað þegar rútan ætlaði að aka inn á þjóðveginn frá útskýnisskotinu í Búlandshöfða. Vildi ekki betur til en að við það festist rútan. Haft var samband við snjómokstursaðila í Ólafsvík sem mætti á svæðið og dró rútuna og lagaði innkeyrsluna á útskotið til þannig að rútan kæmist leiðar sinnar. Við þetta óhapp tafðist hópurinn um rúma klukkustund sem er ekki gott því tíminn sem áætlaður er í svona útsýnisferðir er svo knappur að ekkert má út af bregða.
þa