Þriðjudagur , 20. nóvember 2018

Rútuslys í Staðarsveit


Umferðarslys varð á sunnanverðu Snæfellsnesi síðasta sunnudag þegar rúta fór út af veginum við afleggjarann að bænum Kálfárvöllum. Ekki leit út fyrir í fyrstu að fólk væri alvarlega slasað en samt sem áður voru fjórir fluttir með þyrlunni á spítala, þar af þrír slasaðir og var það gert af öryggisástæðum. Sex voru fluttir með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi.
Alls voru 15 í rútunni allt erlendir ferðamenn utan bílstjórinn. Gengu aðgerðir á slysstað vel miðað við aðstæður en mikil hálka var og veður vont. Hópslysaáætlun var virkjuð og viðbragðsaðilar af öllu nesinu tóku þátt í þessum aðgerðum. Ekki er vitað um tildrög slyssins að öðru leyti en því að veður var slæmt og mikil hálka. Bílinn var þó vel búinn og á negldum dekkjum.
Meðfylgjandi mynd tók DaðiJörgensson.

þa