Samræmd próf – hnökrar í próftöku

Nú þreyta nemendur 9. bekkjar samræmd próf í  íslensku, stærðfræði og ensku. Einhver vandkvæði komu upp í morgun þegar prófið í íslensku hófst. Prófin eru öll rafræn en netþjónn sem er staðsettur í Evrópu virðist ekki valda álagi vegna prófanna. Eins og fram kemur í tilkynningu frá Menntamálastofnun. Próftaka gengur vel hjá sumum en kerfið liggur niðri hjá öðrum. Í ljósi þessa hefur stofnunin ákveðið að heimila þeim skólum sem vilja að fresta töku prófsins. Frekari ákvörðun um hvenær hægt verður að leggja íslenskuprófið fyrir aftur verður tekin næstu daga. Áætlun er óbreytt varðandi prófin á morgun og föstudaginn.