Siglingar Baldurs hefjast 23. janúar – Uppfært

Í tilkynningu sem Sæferðir sendu frá sér í dag, kemur fram að vél Baldurs verður ræst á morgun laugardag þegar stillingarvinna verður kláruð.  Prufusigling verður gerð á sunnudag og stefnt að því að siglingar hefjist skv. áætlun á mánudag og er þá siglt frá Stykkishólmi kl. 15

Farþegar Baldurs athugið

Stefnt er að því að ræsa vél Baldur á morgun laugardag og klára stillingar vinnu og sigla prufusiglingu á sunnudag.

Vegna veðurs var ekki unnt að fara í prufusiglingu á sunnudeginum eins og gert hafði verið ráð fyrir.  Í þessum skrifuðu orðum er Baldur að sigla í prufusiglingu í Stykkishólmshöfn og ef allt gengur að óskum verður siglt eftir áætlun í dag kl. 15 til Brjánslækjar.