Snæfell – Úrvalið og allir á leikinn!

Berglind Gunnarsdóttir, var valin í 13 kvenna landsliðshóp fyrir æfingamót sem haldið verður í Luxemburg núna í árslokin. Einnig hefur verið valið í æfingahóp yngri landsliða.  Þar hafa 6 leikmenn úr Snæfelli verið valin í æfingahópinn. Það eru þau Heiðrún Edda Pálsdóttir, Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Ísak Örn Baldursson, Valdimar Hannes Lárusson, Thelma Lind Hinriksdótir og Hrafnhildur Magnúsdóttir. Stykkishólms-Pósturinn óskar þessum leikmönnum til hamingju með þennan flotta árangur.

Stelpurnar taka á móti Val í stórleik í bikarnum n.k. sunnudag hér í Stykkishólmi kl. 19:15 – Nú mæta allir og hvetja Snæfellsstelpurnar til sigurs á heimavelli. Áfram Snæfell!