Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Hátíðleg byrjun aðventu

Aðventuhátíð Kvenfélags Ólafsvíkur í samtarfi við Ólafsvíkurkirkju fór fram á fyrsta sunnudegi í aðventu að venju. Elísa Dögg Helgadóttir setti hátíðina og sá um að kynna það sem í boði var. Var hátíðin mjög vel sótt og atriðin fjölbreytt og skemmtilegt ásamt því að vera mjög hátíðleg. Hófst hún á því að Skólakór Snæfellsbæjar gekk inn kirkjuna og söng lagið Skín í rauðar skotthúfur, kveikt var á Spádómskertinu af Emelíu Sveinsdóttur á meðan sungið var Við kveikjum einu kerti ár. Jólalögin voru spiluð og sunginn bæði af Skólakórnum, einsöngvörum og spiluð á píanó. Mægðurnar Irma Dögg Toftum og Sara Dögg Eysteinsdóttir sungu saman Það eru að koma jól og Birgitta Sveinsdóttir söng lagið Santa Baby við undirleik Valentinu Kay. Svein Þór Elínbergsson flutti hugvekju þar sem hann rifjaði upp hversu mikið væri í boð á aðventunni og bar saman við þegar hann var drengur. Minnti hann á að gott væri einnig að nýta aðventuna til að íhuga og njóta. Guðbjörg Helga Halldórsdóttir spilaði The first Noel og Ding Dong á píanó. Fermingarbörn fluttu helgileik. Séra Óskar Ingi Ingason lauk svo hátíðinni með bæn og að því loknu sungu allir saman Bjart er yfir Betlehem. Gestum var svo boðið í kaffi, djús og piparkökur í safnaðarheimilinu sem þeir þáðu. Það er mjög ánægjulegt að geta hafið aðventuna á rólegum og skemmtulegum nótum og er víst að gestir hennar fóru heim í jólaskapi.
þa