Snæfellsbær tekur upp frístundastyrki

Á síðasta fundi sínum á nýliðnu ári samþykkti Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samhljóða að tekinn verði upp frístundastyrkur frá og með árinu 2019. Hljóðar frístundastyrkurinn upp á 20.000 krónur á hverju ári og gildir hann til niðurgreiðslu þátttökugjalda fyrir börn á aldrinum 5 til 18 ára í skipulögðu íþrótta- og
tómstundastarfi. Samkvæmt reglum sem einnig voru samþykktar á fundinum af bæjarstjórn er ekki um beingreiðslur
til forráðamanna að ræða heldur hafa þeir rétt til að ráðstafa tilgreindri upphæð til niðurgreiðslu af því æfingagjaldi sem til fellur. Þar sem framkvæmd á endurgreiðslunni er enn í vinnslu er þess óskað til að byrja með að foreldrar leggji út fyrir æfingagjaldinu og sæki svo um endurgreiðslu til bæjarritara. Markmið bæjaryfirvalda með frístundastyrknum er eins og fram kemur á vef bæjarins að hverja börn og unglinga til þátttöku í skipulögðu frístundastarfi í Snæfellsbæ og veit öllum tækifæri til þess óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Á þessum sama fundi samþykkti bæjarstjórn að veita Golfklúbbnum Jökli styrk að upphæð 10 milljónir á ári næstu 4 ár til uppbyggingar á nýjum golfvelli á Rifi. Munu þessar ákvarðanir bæjarstjórnar vonandi verða til þess að enn fleiri börn og unglingar í Snæfellsbæ taki þátt í því öfluga og góða íþrótta og tómstundastarfi sem íþróttafélögin og fleiri standa að í bæjarfélaginu.