Snjótroðari á skíðasvæði

Troðarinn. Mynd frá Facebook síðu Skíðasvæðisins.
Troðarinn. Mynd frá Facebook síðu Skíðasvæðisins.

Á dögunum fjárfesti Skíðasvæði Snæfellsness í snjótroðara fyrir komandi vetur. Skíðasvæðið er staðsett fyrir ofan Grundarfjörð og gangsett sl. vetur. Var það hópur áhugafólks um skíðamennsku sem tók sig til og lagaði gamla skíðasvæðið, lyftu og skála, með hjálp fyrirtækja og bæjarbúa. Rósa Guðmundsdóttir, formaður Skíðadeildar UMFG, segir að troðarinn muni koma sér vel og ekki skemmi fyrir að hann er sömu gerðar og troðari sem félagið átti áður sem þýði að jafnvel verði hægt að nýta þann gamla í parta.

Stefnt er að því að opna svæðið þegar fer að snjóa.