Sólin tekur þátt í bleikum október

Meira að segja sólin tekur þátt í bleikum október eins og sjá má á myndinni sem tekin var í morgunsárið í síðustu viku. Litir sólarinnar þegar hún var að koma upp voru í stíl við bleiku ljósin sem lýsa upp félagsheimilið Klif í Snæfellsbæ eins og svo margar byggingar í október.
Krabbameinsfélag Íslands tileinkar októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum eins og undanfarin tíu ár. Að þessu sinni rennur söfnunarfé Bleiku slaufunnar til Ráðgjafaþjónustu félagsins með það að markmiði að efla stuðning, fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga um allt land sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra.

 

þa/Jökull