Stækkun Dvalarheimilis í Grundarfirði

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Nú stendur til að stækka dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól í Grundarfirði. Fellaskjól er sjálfseignarstofnun með 12 herbergi. Er ætlunin að stækka með viðbyggingu upp í 18 herbergi og skipta þannig heimilinu svo einn gangur verði notaður undir hjúkrunarrými og annar fyrir dvalarrými.

Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að verkið muni kosta 102 milljónir króna og búið er að ganga frá styrk upp á 40% frá Framkvæmdasjóði aldraðra.

Enn er verið að ákveða útboðsferlið, hvort það eigi að skipta því í áfanga eða hvort bjóða eigi út í verkið sem eina heild.

Í framhaldi framkvæmda stendur svo til að gera upp 6 herbergi sem komin eru til ára sinna.