Stjórn SSV ályktar um heilbrigðismál á Vesturlandi

Stjórn SSV fagnar því að veitt var 200 m.kr. á fjárlögum 2018 til tækjakaupa við sjúkrahús og heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni. Eftir sem áður vill stjórn árétta bókun frá fundi sínum 4 október s.l. þar sem sagði

„Stjórn SSV skorar á ríkisvaldið að tryggja fjármagn til að endurnýja og efla tækjakost sjúkrahúsanna á Akranesi og í Stykkishólmi sem og á heilsugæslustöðvum á Vesturlandi. Vegna niðurskurðar og takmarkaðra fjárveitinga til tækjakaupa síðastliðin ár, er
uppsöfnuð þörf á viðhaldi og endurnýjun búnaðar orðin mjög aðkallandi. Mikilvægt er að örugg tæki og búnaður séu til staðar á sjúkrahúsunum og heilsugæslustöðum á Vesturlandi svo hægt sé að sinna þeirri þjónustu sem þar er til staðar. Þá er ljóst að betri tækjakostur mun auka verulega líkurnar á því að hægt sé að ráða fagfólk til starfa við stofnunina, en viðvarandi skortur hefur verið á fagfólki undanfarið.“