Þriðjudagur , 19. febrúar 2019

Stofuljóð

Það nálgast óðum Norðurljósin, hátíðin okkar á haustdögum annað hvort ár. Nefndin sem annast framkvæmd hennar gaf út að allir gætu tekið þátt og komið á fót viðburðum, stórum eða litlum. Svo ég ákvað að hafa smá viðburð heima hjá mér, í stofunni minni. Ég hef afar gaman af ljóðum og hef mikið gert af  því að lesa ljóð og safna ljóðabókum. Á satt að segja allt of mikið af þeim, en á erfitt með að hætta að kaupa mér ljóðabækur. Þessi litli viðburður ber heitið “Stofuljóð”  Ég er svo heppin að fá eitt ljóðskáld,  sem ég met mikils til að koma í heimsókn. Svo veit ég um fólk sem á ljóð í skúffunni sinni og þau skáld eru oft með gimsteina þar. Ég á von á 2 -3 slíkum og enn auglýsi ég eftir fólki sem á eitthvað fallegt í skúffunni sinni. Endilega hafa samband við mig. Ég er á Facebook og svo er síminn minn 848 5315. Líka býð ég fólki að koma og lesa upp ljóð að eigin vali, uppáhaldsljóð eða ljóð sem hafa hjálpað á leiðum stundum. Eða glatt á glöðum stundum. Það þarf ekkert að tilkynna það, bara koma með ljóðabókina í vasanum og lesa upp. Nú kemur í ljós hvort Hólmarar og gestir eru ljóðelskir.

Þetta er á föstudeginum 26. október. Kl. 20 verða hinar yndislega söngsystur Blær með tónleika í Vatnasafninu og svo er upplagt að kíkja til mín á eftir, í stofuna mína, kl. 21. Það er heilmikið pláss þar.  Þetta er á Silfurgötu 11, uppi en gengið inn frá Bókhlöðustígnum.