Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Stóra upplestrarkeppnin á Snæfellsnesi og Nótan

IMG_2591Síðastliðinn fimmtudag fór Stóra upplestrarkeppnin fram í Grundarfirði. Nemendur í 7. bekk í grunnskólum Snæfellsness tóku þar þátt og lásu hátt og snjallt fyrir gesti kvöldsins. Markmiðið með keppninni er að leggja rækt við vandaðan upplestur. Á meðfylgjandi mynd er hópurinn samankominn í Grundarfjarðarkirkju. Jóhanna Magnea Guðjónsdóttir varð í fyrsta sæti, Minela Crnac í öðru og báðar úr Snæfellsbæ og Birta Sigþórsdóttir í Grunnskóla Stykkishólms í þriðja sæti.
Snæfellsnes átti einn fulltrúa í lokahátíð Nótunnar í Hörpu fyrir skömmu en þar var á ferða Sigurður Guð-mundsson saxafónnemandi við Tónlistarskólann í Stykkishólmi. Hann stóð sig með stakri prýði í keppninni.