Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Aðalfundur Stykkishólmssafnaðar

Aðalfundur Stykkishólmssafnaðar var haldinn í Stykkishólmskirkju s.l. mánudag. Mjög fámennt var á fundinum. Á fundinum fór formaður sóknarnefndar, Unnur Hildur Valdimarsdóttir yfir starf ársins 2012 og gjaldkeri Magndís Alexandersdóttir fór yfir reikninga. Tekjur safnaðarins eru talsvert ólíkar á milli áranna 2011 og 2012 og kemur þar helst til að munur á framlögum og gjöfum er mikill á milli ára sem tengist söfnun v. orgels. Sóknargjöld eru nánast óbreytt á milli ára. Mikið aðhald er í rekstri og hafa sumir liðir í ársreikningi lækkað á milli ára og aðrir hækkað. Gerðir voru viðhaldssamningar við Klais um orgelið en orgelsmiðirnir eru ánægðir með hljóðfærið ári eftir vígslu. Talsvert viðhald er fyrirliggjandi á kirkjubyggingunni og kirkjugarðsframkvæmdir langt á veg komnar.
Á fundinum var samþykkt að fækka sóknarnefndarmönnum skv. reglum um fjölda sóknarbarna í sókninni og stærð sóknarnefnda. Nefndin telur því 5 manns og jafnmarga varamenn. Út úr nefndinni gengu Brynja Reynisdóttir og Þóra Margrét Birgisdóttirr en tímabundið buðu sig áfram fram til setu, þar sem enginn fannst í staðinn, Unnur H. Valdimarsdóttir sem formaður og Magndís Alexandersdóttir sem gjaldkeri. Aðrir í nefndinni eru Steinunn I. Magnúsdóttir, Harladur Thorlacius og Anna Margrét Ólafsdóttir. Fjöldi sóknarbarna í Stykkishólmssöfnuði er rúmlega 900 manns og er það hæsta hlutfall íbúa pr. sveitarfélag hér á Snæfellsnesi. am