Ærslabelgur á grunnskólalóðinni

Vígsla ærslabelgsins í Stykkishólmi verður á föstudaginn kl. 14

Glöggir vegfarendur hafa tekið eftir framkvæmdum í nágrenni aparólunnar á grunnskólalóðinni. Búið er að koma fyrir svokölluðum ærslabelg eða loftdýnu til að hoppa á. Svona ærslabelgi er að finna víða um land og hafa þeir vakið lukku hjá ungum sem öldnum. Bolvíkingar segja að börnin hætti að hanga í tölvunum og séu nú að hoppa daginn út og inn, eftir að ærslabelgur var settur upp þar í sumar. Oftast er svona belgur blásinn upp að morgni og hleypt úr að kveldi og hafður upplásinn yfir hlýju mánuðina og í dvala yfir vetrartímann. Vígsla ærslabelgsins í Stykkishólmi verður á föstudaginn kl. 14.

am/frettir@snaefellingar.is