Ævintýraóperan Baldursbrá

img_5306S.l. mánudag heimsótti hópur tónlistarfólks á vegum verkefnisins List fyrir alla Snæfellsnes. Brot úr ævintýraóperunni Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson var flutt hér í Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ fyrir yngri deildir grunnskólanna. Tónlistin byggir að hluta á íslenskum þjóðlögum. Söngvarar voru Fjóla Nikulásdóttir sópran í hlutverki Baldursbrár, Eyjólfur Eyjólfsson tenór söng Spóa og Jón Svavar Jósefsson baritón var skemmtilegur Rebbi. Hrönn Þráinsdóttir spilaði á píanó. Barnaóperan var frumflutt á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði fyrir nokkrum árum og var síðan sýnd í Hörpunni í kjölfarið. Óperan segir frá Baldursbrá sem kynnist sposkum Spóa. Þau ákveða að fara saman upp á fjallstind til þess að njóta útsýnisins en það reynist ekki einfalt mál. Þau fá Rebba til að grafa blómið upp og flytja það á efstu eggjar en þar vofir mikil hætta yfir. Næðingur og kuldi gera blóminu lífið leitt og þau ákveða að flytja Baldursbrá aftur á sinn stað og það reynist hættuför.
Ekki var annað að sjá á áhorfendum að þeir fylgdust vel með í sögunni og tóku vel undir í lokalaginu með söngvurunum.

Hér má sjá myndir frá sýningunni.

This slideshow requires JavaScript.