Af vettvangi bæjarmála

Skipulags- og byggingarmál úr bæjarráði
Lóðinni Hjallatanga 15, var úthlutað á bæjarráðsfundi s.l. þriðjudag til Egils Arnar Hjaltalín. Lóðin er íbúðahúsalóð og stendur ofan vegar. Rætt var um lóðamál Laufásvegar 1 en sótt hefur verið um stækkun lóðar vegna reksturs gistihússins Bænir og brauð. Stækkun húss var leyfð á sínum tíma vegna gististarfsemi.
Nú stendur til að sækja um leyfi reksturs minna gistiheimilis í flokki III en til þess þarf að breyta aðalskipulagi þar sem ekki er gert ráð fyrir þessari starfsemi á svæðinu. Afgreiðslu málsins var frestað vegna þess að vinna við sameiginlegar vinnureglur sveitarfélaganna um rekstrarleyfi gististaða á Snæfellsnesi er ekki lokið. Skólastígur 2 var einnig til umræðu en þar er fyrirhugað að reisa hús með innkeyrslu frá Hafnargötu. Kemur fram í umfjöllun að þakhalli sé meiri en gert sé ráð fyrir í deiliskipulagi.
Höfundur deiliskipulags, Bæring Bjarnar Jónsson og skipulags- og byggingarfulltrúi telja það minni háttar breytingu á deilskipulagi og leggja því til að málið verði afgreitt.
Vegaframkvæmdir hafa ekki farið fram hjá bæjarbúum síðustu vikur, nauðsynlegar úrbætur víða en þær kosta sitt og eru lögð fram drög að viðauka 2 við fjárhags-áætlun 2017 og þriggja ára fjárhagsáætllun 2018-2020 um viðbótarláni upp á kr. 60 milljónir króna.

Málefni dvalarheimilisins
Þar mætti mönnun vera betri en sjúkraliða vantar til starfa og starfsfólk í aðhlynningu, félags-starf og eldhús.

Æskulýðsmálin
Í fyrirspurn Stykkishólms-Póstsins til bæjarstjóra um bygg-ingaráform félagsmiðstöðvar við Aðalgötu 22 og hvernig þeim miðaði, kom fram að viðræðum við Skipavík um það mál væri ekki lokið en þær fylgja jafnframt samningum við Félags- og skóla-þjónustu Snæfellsness vegna húsnæðis undir Ásbyrgi.
Síðasta vetur var til umræðu að skipta út gúmmí á sparkvelli en skv. upplýsingum frá bæjarstjóra var ákveðið að fresta þeim framkvæmdum. Beðið er eftir upplýsingum um kostnað annarra sveitarfélaga og reynslu þeirra af skiptunum á yfirborði vallanna.
Tillögur um lóðahönnun við Grunnskólann hafa komið fram en endanleg hönnun verður unnin í samstarfi við Landslag og arkitekta skólans í vetur að höfðu samráði við stjórendur skólans og stefnt að framkvæmdum næsta vor.

Hóteláform
Pétur Ágústsson fór fyrir hópi þeirra sem fengu úthlutað lóð við Sundvík undir byggingu hótels. Frekari vinnu við þau áform hefur verið frestað um sinn af lóðarhöfum, að sögn bæjarstjóra. Til stóð að byggja hótel við Aðalgötu 17 en þar fer Ragnar M. Ragnarsson fyrir hópi lóðarhafa. Þar hefur fengist frestur til að hefja framkvæmdir á lóðinni. Að sögn bæjarstjóra hafa komið fyrirspurnir um þessa lóð frá öðrum.