Aftanskin á faraldsfæti

Aftanskinfélagar á góðri stundu
Aftanskinfélagar á góðri stundu

S.l. þriðjudag brugðu Aftanskinfélagar í Stykkishólmi undir sig betri fætinum og fóru í dagsferðalag um Vesturland.

Fyrsti áfangastaður var Akranes þar sem Jóhannes Finnur formaður eldriborgara félags Akraness – FEBAN tók á móti hópnum. Um 600 félagar eru í félaginu á Akranesi og um 60 þeirra eru virkir í félagsstarfinu sem boðið er upp á af myndarskap. Frá höfuðstöðvum FEBAN var farið í Akranesvita og skyggnst til allra átta í góðu veðri.

Frá Akranesi var farið í Borgarfjörðinn í Brugghúsið Steðja og smakkaðar margar bjórtegundir sem þóttu misgóðar og féllu misvel að smekk ferðafélaganna. Þó sagði Jón Eyþór Lárentsínusson formaður Aftanskins að jarðaberjabjórinn hefði fallið vel í kramið sem og Norðurljósabjórinn.

Að lokum var farið í Reykholt þar sem snæddur var dýrindiskvöldverður.

Eyþór sagði ferðin hafa heppnast mjög vel og ferðafélagar ánægðir með samveruna og störf ferðanefndarinnar.

AM/frettir@snaefellingar.is/Mynd: Eyþór Lár.